Slappt og slappur

Ég er veikur og skrópaði því í Aðferðafræði 2 í morgun, Eygló lýsti kennslunni og fannst ég heppinn að hafa misst af henni. Ég ætla að mæta í tíma eftir hádegi enda er hér um að ræða skráningu og hún ætti að vera stórskemmtileg.

Í gær fengum við fyrirlestur sem var ótrúlega langur en þó afskaplega efnilítill, kallinn talaði svo hægt og lágt að ég get ekki ímyndað mér að þeir sem sátu aftast hafi heyrt nokkuð. Mér varð næstum illt í eyrunum við að reyna að heyra.