Beðið eftir LÍN

Við erum að bíða eftir LÍN. Við erum alveg á mörkunum á því að vera komin á kúpuna, leigan ætti að borgast í síðasta lagi á morgun (það reddast samt örugglega). Það er allavega vika síðan Eygló var kominn með nægilega margar einingar og ég fékk úr síðustu prófunum á fimmtudaginn þannig að þeir ættu að geta farið að borga okkur. Þetta er pirrandi bið.