Ég mætti loksins í Aðferðafræði 2 núna áðan. Kennarinn er með undarlegar yfirlýsingar og stundum með brandara sem eru ekki alveg að virka á hópinn. Það er annars verulega fyndið að sjá að kennarinn er með hljóðnema festan við sig og aftan úr jakkanum hans liggur löng snúra sem er tengd einhver staðar aftast á sviðinu. Þetta veldur því að kennarinn spígsporar um sviðið líkt og hundur í bandi. Kennarinn kemst ákveðið langt, hann getur gelt en hann getur ekki bitið (nema kannski þá sem eru á fremsta bekk).
3 athugasemdir við “Kennarinn bundinn”
Lokað er fyrir athugasemdir.
Þú meinar að kennarinn sé með góða brandara en sé svo óheppin að vera að kenna í bókasafns- og upplýsingafræði?
Nei þetta eru ekki góðir brandarar
Og hann er að kenna nemendum úr allri félagsvísindadeild.