Ég er að fara á deildarfund í Félagsvísindadeild núna bráðum, það verður áhugavert, peningamál verða rædd og miðað við stöðu Háskólans þá verður það líklega erfitt. Ég fatta ekki þann hálfvitagang hjá ríkisstjórninni að svelta Háskólann, mér þykir það svo ótrúlega augljóst að það borgar sig að sem flestir mennti sig, þessir peningar snúa aftur í þjóðarbúið með vöxtum. Þetta svo mikil skammsýni að maður að efast einfaldlega um greind þeirra sem standa að þessu.
Sama fólk hefur á sama tíma náð að auka peningaflæðið inn í heilbrigðiskerfið gríðarlega á meðan þjónusta við almenning minnkar. Glæsilegur árangur alveg.