Allt heila klabbið

Okkur Eygló var boðið í mat núna í kvöld til Árnýjar og Hjörvars. Við spiluðum og horfðum á Popppunkt. Ég vann 5.800.000 krónur í viltu vinna milljón en Hjörvar eyðilagði ánægjuna með því að vinna rúmlega tíu millur. Í fyrra skiptið sem Hjörvar vann 5 millur þá var leið hans ótrúlega auðveld, lokaspurningin sjálf var hræðilega létt.

Ég fékk síðan lánaðan disk hjá Hjörvari, sá heitir Allt heila klabbið og er með hljómsveitinni SH Draumi. Í bæklingnum sá ég mynd af ungum manni, um jólin kíkti á bæklinginn með kassettu sem Eygló á, sú kassetta var með Sálinni.

Reyndar stakk ég upp á það að ég fengi áritun á þennan disk ef tækifæri gæfist, mér var þá sagt að halda honum þar til tækifæri gæfist, kannski ég geri það. Diskurinn er hins vegar nú þegar áritaður af Hjörvari Péturssyni sem ég efast um að hafi nokkurn tíman verið í SH Draumi.