Áframhaldandi afmæli

Þetta er afmælið sem hættir ekki. Ég vaknaði um eittleytið og fór í tölvuna, örstuttu seinna var dinglað og ég blótaði örugglega í huganum. Ég dreif mig í föt (reyndar fötin sem ég var í þegar ég var að baka í gær og eru því frekar sóðaleg). Þetta voru Starri og Erna. Eygló vaknaði og þau fengu köku hjá okkur, gáfu mér rós og skiluðu myndum sem ég hafði verið að velta fyrir mér hvar væru.

Það var örugglega hollt að fá þessa vakningu því við tókum til og vöskuðum upp þegar þau fóru.

Ég gleymdi í gær að minnast á bestu afmælisgjöfina. Hún var frá systur minni og mág. Queenbolur með mynd af uppstillingunni sem er framan á Queen II (uppáhalds Queenplötunni minni) og í upphafi Bo Rhap myndbandsins. Ég fékk gjöfina á miðvikudag en minntist ekki á hana hér í von um að öðrum dytti í hug að gefa mér Queenbol, svo fór ekki. Ég var vissulega í bolnum í afmælinu.