Kobo mini er svo sætur rafbókalesari að mig langar að kaupa hann. Ég myndi vilja hafa hann með mér í vinnunni og senda í hann lengri greinar sem ég þarf að lesa þar. En það er ekki hægt. Kobo virðist bara ekki bjóða upp á þennan möguleika og sé ekki að aðrir rafbókalesarar geri það heldur.
Þegar ég rekst á langar greinar á netinu sem ég vil lesa – hvað þá fræðigreinar í gagnagrunnum – þá ýti ég á hnapp sem er efst í hægra horninu á vafranum mínum. Þá færist ég yfir á síðu þar sem ég ýtti á annan hnapp til að senda greinina í Kindilinn minn. Næst þegar Kindillinn kemst í netsamband fer greinin þar inn og ég get lesið af þægilegum skjá. Þetta er það sem Kindle hefur fram yfir aðra lesara. Þetta er það sem samkeppnisaðilarnir þurfa að jafna eða toppa.
Kindle er ekki gott tæki á flesta mælikvarða hins opna og frjálsa en hann er ákaflega góður í því sem hann er ætlaður til.