Ég sveik og kaus og verslaði

Jæja, ég sveik það sem ég skrifaði í síðustu færslu og fór að kjósa. Ég ákvað að kjósa Háskólalistann. Vökumenn eru of mikið fyrir að runka hver öðrum fyrir öll sín gríðarlegu afrek (jafnvel fyrir afrek sem virðast ekkert koma þeim við). Það að kjósa Röskvu kom eiginlega ekkert sérstaklega mikið til greina, þetta virðist vera leiðindafólk þarna upp til hópa nema Silja fyrrverandi bekkjarsystir mín. Ég valdi semsagt skásta kostinn, Siggi Pönk hefur örugglega orðið fyrir vonbrigðum með mig.

Við fórum síðan að skila Mr & Mrs og ákváðum að skella okkur á Catan í staðinn, þyrftum núna að láta kenna okkur á það.