Missti af Vottunum!

Það komu líklega Vottar hérna áðan og ég missti af þeim! Ég var að leggja mig eftir prófið og Eygló sá sendi þá burt, ég rauk á fætur en sá þá ekki þegar ég kíkti út. Þetta er bömmer því ég er nýbúinn að lesa slatta um Votta og þeirra trú gengur cirka út á það að spá heimsendi á nokkra ára fresti. Heimsendir átti fyrst að vera árið 1914, síðan var spáin endurnýjuð og endurnýjuð. Maður myndi halda að fólki færi að sjá mynstur í þessu og átta sig á að trú sín sé kjaftæði en það bara er staðfast í trúnni (enda telst það víst dyggð).

Kristni hefur náttúrulega alltaf verið dómsdagskölt, fyrsta kristna fólkið hélt að Jesú myndi snúa aftur á þeirra lífskeiði en ekkert gerðist og fólk heldur samt áfram að trúa, mögnuð sjálfsblekking.

En ef þið viljið lesa um Votta þá birtist grein í næstu viku um þá á Vantrú eftir einn af nýju pennunum okkar, spennandi tímar framundan á Vantrú. Ég var einmitt að fleygja þangað inn tilvitnun í Guðberg sem Dr. Gunni var með á síðunni sinni, þakka honum.