Tölvutímar

Ég fór áðan í tölvutíma í Aðferðafræði II, það var óendanlega auðveld 10% þar. Þægilegt þegar svona tímar eru miðaðir við að enginn kunni neitt því mér líður einsog ég sé guð þarna, eða allavega goð.

Ég ætti síðan að drullast til að lesa aðeins til að ég fái almennilega einkunn í öðrum hlutum námskeiðsins. Aðferðafræðin er annars svínsleg að því leyti að maður fær bara fjórar einingar fyrir hana en það eru að meðaltali 6 kennslustundir á viku, helvítis svindl.