Egill Helgason endurtekur sig

Er ég sá eini sem tekur eftir því að þessi pistill frá Agli Helgasyni um kvikmyndir er merkilega líkur pistli sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum? Allavega var ægilegt deja vu þegar ég las hann, sagan um þegar Tarkovskíj dó gæti hugsanlega verið orðrétt úr þessu gamla. Síðan virðist hann stunda að fletta kvikmyndaauglýsingasíðum dagblaðana til að hneyksla sig, í þetta skipti var hann svo óheppinn að það var frönsk kvikmyndahátíð í gangi sem truflaði allar hlutfallstölur.

En að mestu leyti er þetta rétt hjá Agli en ég efast um að hann sé þannig stemmdur að hann gæti áttað sig á því frumlega sem kemur í kvikmyndahús.