Ferskt loft fyrir Hraðbrautarnemendur

Gettu Betur í gær var áhugaverð.

Í fyrsta lagi voru bæði liðin skítléleg, það er bara staðreynd. Spurningarnar hans Stefáns voru ekkert of þungar og umræður um slíkt eru bara út í hött.

Í öðru lagi þá held ég að það væri gott ef Hraðbrautarnemendum væri hleypt oftar út úr húsi svo þeir fríki ekki svona svakalega út í næstu keppni, förðunardömur RÚV náðu sem betur fer að koma lit í kinnarnar á þeim en þegar ég sá auglýsinguna fyrir keppnina þá sýndist mér þeir vera full vampírulegir (ferskt loft gerir gott). Ásgeir sagði alveg satt að miðkeppandinn hafi minnt á gamla vin okkar Þórð á sýru (ekki það að ég hafi nokkurn tíman séð Þórð á sýru).

Í þriðja lagi var sviðsmyndin nýja alveg glötuð og þessi nýja útgáfa af laginu er leiðinleg (var hún komin í fyrra?).