Kristin trú úrelt

Við Birgir brugðum okkur á málþing í dag, það bar yfirskriftina Er kristin trú úrelt? Er kirkjan dauð? og var haldið af Kristilegu Skólasamtökunum. Á fundinum töluðu menn frá KFUM og KSH en Siggi Hólm var málsvari djöfulsins (trúlausra).

Til að byrja með voru flestir á staðnum trúlausir, frá Siðmennt flestir líklega, en þegar fyrirspurnir voru hafnar þá kom töluverður hópur af kristnum ungmennum sem settu svip sinn á umræðurnar.

Ég þurfti náttúrulega að tjá mig dáltið og ég fékk satt best að segja upplýsandi svör þó allavega ein spurning mín hafi verið algerlega misskilin. Ég býst við að einhverjar greinar spretti af þessu, Biggi er meiraðsegja búinn að skella inn einni.