Í morgun hjólaði ég í fyrsta skiptið í vinnuna frá því í nóvember. Það gekk þrusuvel. Í hádeginu hafði ég mælt mér mót við hann Darra og hjólaði þangað. Ég tek strax eftir að eitthvað er skrýtið. Ég kíki og sé að dekkið er loftlaust.
Venjulega er ég með allar græjur með mér en taldi enga þörf á að fara með neitt í þetta hádegisskrepp. Ég ákvað að reiða hjólið í átt að Castello (ætlaði að sníkja loft hjá Hjólaspretti) en var ekki kominn langt þegar það kallar í mig gaur og segir mér að koma með hjólið.
Ég fór þá inn til hans í fyrirtækið Slökkvitæki EHF og fékk þar loft í dekkið sem dugði mér úteftir (beinið viðskiptum ykkar til fólks sem ástundar svona góðmennsku). Það var þó því miður þannig að loftið var farið að leka út aftur og greinilegt að slangan var farin. Ég fékk það staðfest hjá Hjólaspretti eftir matinn að slangan var farinn.