Ég hef haldið þessa dagbók í tvö ár, aldrei hef ég tekið mér langt frí, líklega hafa aldrei liðið nema kannski þrír dagar milli færslna og það hefur ekki gerst oft. Hef ég eitthvað að segja á þessum miklu tímamótum? Jú, kannski. Þetta hefur yfirleitt verið afskaplega gaman og það er þess vegna sem ég nenni þessu.