Æpandi þögn

Í gær birti Vantrú grein þar sem bent var á gyðingahatur í Passíusálmunum. Enginn guðfræðingur, guðfræðinema eða prestur hefur séð sér fært að koma með athugasemd um þessa ábendingu okkar. Við vitum að þessir menn lesa Vantrú, við höfum meiraðsegja bent einum prestinum sem kommentar reglulega á Vantrú á greinina en það dugði ekki.

Þeir hljóta að hafa vitað af þessum sora en samt hafa þeir skrifað þvílíku lofgjörðirnar um Passíusálmana. Hvaða geta þessir menn sagt sér til varnar? Greinilega ekkert.