Ég hef ekki farið yfir laugardaginn, það frestaðist vegna bilana.
Eftir að hafa farið á bókamarkaðinn þá fór ég með fleirum á kaffihús, þar fékk ég upplýsingar sem urðu til þess að ég er eiginlega endanlega hættur að trúa á hinn sögulega Jesú (þar að segja að Jesú hafi við til sem maður), einnig fauk sú litla trú sem ég hafði á heimildargildi Nýja Testamentisins. Að ímynda sér að ég hafi haldið að ég gæti sagt þessum manni eitthvað um málið, hann er svo vel lesinn að það er engu líkt.
Eftir það fór ég á ferð með Hafdísi, Mumma og Sóleyju á bókmarkað þar sem ég kenndi henni nöfn meðlima Queen á meðan hún benti á andlit þeirra á bolnum mínum, reyndar náði hún aldrei að benda á Brian af því hann er efstur.
Við fórum síðan til Helga bróður hans Mumma, pöntuðum pizzu (sem ég ætlaði eiginlega að borga fyrir þannig að þau mega rukka mig), horfðum á Popppunkt og spjölluðum. Þegar við komum þarna var Helgi útataður í hveiti, þar á meðal var hveiti á hnakkanum. Þegar við vorum að borða Eldsmiðjupizzurnar varð Helgi sótsvartur á fingrunum á meðan við hin fengum örlitla sótbletti. Helgi fór næst að tala um sólböð og það að hann óttaðist að verða Tjokkó, við hlógum svoltið mikið af þessum Tjokkóhugmyndum.
Fyrst var Laddi tekinn fyrir einsog hann hafði víst verið tekinn fyrir daginn áður, greyjið Helgi var einn að reyna að verja manninn. Næst ræddum við um hernaðarhyggju Bandaríkjamanna og hvers vegna Bandaríkjamenn hefðu ekki vitað af fyrirhugðri árás á Pearl Harbour (og möguleikann á því að þeir hefðu vitað af henni). Hernaðarhugmyndir Björns Bjarnasonar voru teknar fyrir, niðurstaðan varð vissulega sú að þær væru klikkaðar. Að lokum tókum við Mummi okkur til við að fræða Helga um hinn sögulega Jesú og allar þær falsanir sem við höfðum heyrt um fyrr um daginn.
Ég endaði síðan kvöldið á því að fara heim og skutla síðan Evu niður í bæ og Hildi heim.