Um góðu verkin hans Lúthers

Þegar ég var á bókamarkaði fyrir rúmri viku þá fann ég bæklinginn “Um góðu verkin” eftir Martein Lúther, hann kostaði 590 krónur en hefur verið þess í virði í magni efnis sem ég fékk úr honum. Ég ætlaði að skrifa eina grein en þær verða allavega sex.

Núna er fyrsta greinin komin á netið, hún heitir Um góðu verkin hans Lúthers I: Forsenda góðra verka og ég er ákaflega ánægður með hana. Í þessari grein þá sýni ég á hve lágu stigi hugmyndir kirkjuföðursins Lúthers voru, jafnvel í því riti þar sem hann var einna skástur. Grein mín er allavega skyldulesning fyrir þá sem eru í þjóðkirkjunni. Ég hlakka ákaflega til þess að sjá hvað kirkjunnar menn hafa um þessa grein mína að segja, kannski er þeir bara sammála Lútheri og fara síðan að röfla eitthvað um ljós krists sem er fyrirbrigði sem getur gert allan sora fallegan.