Búðingsátskeppnin

Ég horfði á Landsins snjallasti í gær til að sjá Badabing tapa. Glæsilegasta augnablik þáttarins var líklega þegar allir keppendurnir vissu að Maó hefði verið í Göngunni löngu en Hálfdán lýsti stoltur yfir að Castró hefði verið þarna, held að þetta hafi ekki verið leiðrétt. Það vantar gáfaða náungann sem er nauðsyn í öllum svona þáttum.

Þátturinn er ennþá bjánalegur þó hann hafi skánað, búðingsátið var ekki góð hugmynd, paraleitin á eftir að eldast svipað vel og boltauppröðunin. Flopp. Mig vantar vinnu í sumar, SkjárEinn ætti að ráða mig til að búa til almennilegan spurningaþátt.