Það er kominn tími á að ákveða hver aukagreinin mín verður. Það kemur tvennt til greina, annars vegar fjölmiðlafræði og hins vegar safnafræði. Einsog þið sjáið þá eru þetta bæði einstaklega heillandi fræðasvið. Það fylgja hins vegar skipulagsvandamál báðum þessum greinum, reyndar auðvelt að komast framhjá þeim báðum. Safnafræðin inniheldur í raun skemmtilegri valkosti
Stærsta vandamálið gæti verið að Eygló er að fá áhuga á safnafræðinni þannig að við verðum parið sem gerir allt saman, það er ekki áætlunin.
Planið um útskrift í febrúar 2006 virðist annars ætla að ganga upp.