Geld mótmæli

Ég fór á mótmæli gegn skólagjöldum í Háskólanum, það var frekar léleg mæting, skipulagningin var léleg og aðalræðan var léleg. Bragi var nú reyndar ágætur en hún Jarþrúður virðist ekkert kunna að flytja ræður.

Hvernig er hægt að vanrækja það að redda allavega gjallarhorni? Ég skil það ekki. Síðan voru mótmælin illa kynnt, ég heyrði aðallega af þeim frá öðrum en Stúdentaráði. Til þess að hafa mótmælin fjölmennari þá hefði átt að hvetja framhaldsskólanemendur að mæta, það hefði líka verið viðeigandi þar sem þetta á náttúrulega eftir að koma meira í hausinn á þeim en okkur. MR-ingar hefðu til dæmis átt afar auðvelt með að rölta að Háskólanum.

Lélegt, lélegt.