Báru mótmælin árangur?

Ég held ekki. Mótmælin í gær urðu til þess að fresta ákvörðun um skólagjöld en það er líklega bara tímabundið. Reyndar þá held ég að það sé einföldun að tala bara um að mótmælin hafi borið þennan árangur, fleiri orrustur hafa átt sér stað.

Skólagjaldaákvörðun var frestað fram í byrjun maí sem er mikilvægt atriði. Hvers vegna er þetta mikilvægt atriði? Af því að þá verða stúdentar í prófum og hafa ekki tíma til að standa í andófi.

Ef að stúdentar (sem og aðrir) vilja raunverulega koma í veg fyrir skólagjöld þá ættu þeir ekki að fagna sigri núna heldur undirbúa frekara andóf á næstu vikum og mánuðum. Ég hvet Stúdentaráð að gera eitthvað í málunum og endilega fáið framhaldsskólanema með okkur.

2 thoughts on “Báru mótmælin árangur?”

  1. Ég held að þessi frestun sýni að jafnvel veikluleg mótmæli bera einhvern árangur. Hvað hefði gerst ef stúdentaráð hefði haldið kröftug mótmæli? Það fær núna tækifæri til þess, fyrir næsta háskólafund.

  2. Vel athugað að virkja framhaldsskólanemana, við sem erum langt komin með háskólanám eigum góðan séns að vera sloppin úr skólanum eða að mestu búin þegar skólagjöldin verða að veruleika en í raun er þetta miklu alvarlegra mál fyrir þá sem eru um það bil að fara að byrja háskólanám sitt og veit kannski ekki ennþá alveg hvað það vill og hvert það vill fara.

Lokað er á athugasemdir.