Hópvinna og Gegnir

Ég er í fyrsta skipti að vinna að verkefni í skólanum með einhverjum sem ég þekki ekkert utan skólans. Það getur verið hundleiðinlegt ef maður endar með einhverjum sem maður nær engu sambandi við en sem betur fer er var ég heppinn með félaga þannig að þetta gengur vel, hún hlær að bröndurunum mínum sem grunnatriði. *Greyjið ég* þarf að eyða fleiri klukkutímum á Bókhlöðunni með sætri stelpu (ég að reyna að gera Eygló afbrýðisama).

Annars fer Gegnir niður á föstudaginn sem er alveg glatað, nógu erfitt er það fyrir venjulega nemendur en fyrir bókasafnsfræðina er Gegnir hluti af námsefninu. Það verður hins vegar dásamlegt að fá Borgarbókasafnið inn í Gegni, reyndar líður væntanlega svona hálft til eitt og hálft ár áður en þetta fer að virka einsog skyldi.