Ég ákvað að gera djarfa tilraun við laufabrauðsgerðina í ár.
Í stað þess að nota bara jurtafeiti til að steikja, eins og fyrri ár, þá keypti ég smá tólg til að hafa með. Lyktin var auðvitað frekar slæm á meðan það var steikt (en um leið uppfullt af nostalgíu) en ég hafði meiri áhyggjur af bragðinu. Ég veigraði mér við að smakka og keypti meira að segja einn dunk af Kristjánslaufabrauði til öryggis.
En áhyggjurnar voru greinilega óþarfar. Bragðið er mjög gott. Ég held ég geri þetta aftur næst en þá minnka ég samt líklega aðeins hlut tólgarinnar.
Sæll!
Norðlenska laufabrauðið er alltaf steikt úr tólg og að einum fjórða plöntufeiti. Ef notuð var og er önnur feiti þá þótti norðlenska bragðið hverfa. Í uppskriftinni sem ég nota úr Svarfaðardal, er notað kúmen og og smá rúgmjöl með hveitinu. Haltu þig endilega við tólgina (tólkur á norðlensku)
Blessaður, Edda.
Ég nota alltaf tólg til helminga á móti djúpsteikingarfitu, annað kemur ekki til greina, einnig í kleinubakstri og steikta brauðið er líka steikt upp úr svipaðri blöndu.