Í gær kom upp óborganlegt mál. AMX skúbbaði því að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á Smugunni, sem AMX hatar svo innilega að maður hlýtur að elska hana, hafi fengið styrk frá Alcan og með fylgdi undarleg samsæriskenning. Það hefði nú ekki þurft neinn með greindarvísitölu yfir meðallagi nema um fimm sekúndur til að sjá að þetta mál væri eitthvað skrýtið. Því miður er það einmitt manngerð sem AMX virðist ekki hafa innanborðs. Nokkrum mínútum eftir að skúbbið birtist fóru vinstri menn að pósta þessu á Facebook sem fyndnasta brandara helgarinnar enda er augljóst að hérna var um alnöfnu Þóru Kristínar að ræða enda dettur engum heilvita manni í hug að hún sé í hjáverkum að rannsaka hamfarir á Haítí (en til þess var styrkurinn til nöfnunar). Ég hló og hló.
Sjá annars Arngrím.