Að renna á rassinn og á honum

Ég skrapp niður í bæ áðan til að fara á bókasafnið og að borða hádegismat með Eygló. Þar sem ég var að rölta yfir bílaplanið við vinnustað hennar rann ég á ósýnilegri hálku og lenti lukkulega beint á rassinum (en ekki rassgatinu eins og sumir myndu segja) og síðan rann ég vel og vandlega sitjandi á svellinu. Rennblotnaði að sjálfsögðu.

En annars þá les ég bara um Stóra Hannesarmálið og bíð eftir að talningu ljúki. Það hefði ekki verið vitlaust af kjörstjórn að senda frambjóðendum línu um hvernig það gangi allt saman.