111246447537437686

Jæja. Planið mitt um að vaka alla nóttina kom mér í koll. Ég sofnaði klukkan átta, klukkutíma áður en prófið byrjaði! Svo vaknaði ég við upphringingu frá skólanum og var mér tilkynnt að ég skyldi nú taka á honum stóra mínum og skakklappast niður í skóla. Svo þegar ég kom í skólann var mér sagt að ég yrði að taka prófið á þriðjudaginn næstkomandi. Ég tók reyndar munnlega partinn í dag og gekk það bara bærilega. En svo er saga á mánudaginn og ég nenni ekki að lesa.

111246428489602024

Góðir hálsar!
Á hverjum föstudegi héðan af mun hér birtast „Allahornið“ með góðfúslegu leyfi míns mæta vinar Alla. Hvort sem það eru pælingar, tilvitnanir eða teikningar, þá mun það verða birt. Góðir lesendur, ég færi ykkur:

Allahornið!
Tilvitnun vikunnar:
„Það er fátt sem að ég þoli minna en fólk sem bendir á úlnliðinn á sér þegar það spyr mig hvað klukkan sé… Ég veit fullkomlega vel hvar ég geymi klukkuna mína, -hvar geymir þú þína, eh? Ekki fer ég að benda á typpið á mér í hvert skipti sem ég spyr hvar klósettið sé!“
Allahorni lokið.