111246879664246378

Ég vil færa mínar bestu þakkir til Tótu og Fífu. Tótu fyrir að vísa mér á svo frábærar Tamöruglósur, og Fífu fyrir að vísa mér á Egils-sögu og Snorra-Eddu glósur. Tóta, Fífa. Ég er ykkur skuldbundinn =)

Það virðist öllum finnast að þeim hafi gengið illa í Íslenskuprófinu í dag. Þetta gerir mig svolítið hræddan. Ef öllum gekk svona illa er ekki séns að mér hafi gengið neitt rosalega vel. Samt gat ég auðveldlega svarað öllu með löngum og góðum útskýringum og læti. Svo kem ég út úr prófstofunni og allir eru voða fúlir á svipinn. Svo kem ég heim, kíki á MSN og fleiri bekkjarfélagar mínir byrja að hræða mig þar með fullyrðingum um að þeir hafi fallið og þvíumlíkt. Það get ég alveg fullyrt að ef að flest af þessu fólki hefur fallið á þessu prófi, hef ég líka fallið. Það er bara ekkert flóknara en það.

Ich bin Islander und spreche nicht gut Deutch.

Íslendingum var aldrei ætlað að læra þetta helvítis súra hrognamál! Það virðist vera að með hverju árinu sem líður, og eftir því sem ég læri meira, þeim mun meira hata ég Þýsku. Jæja. Best að snúa aftur til Helvítis*.

(*Þýskulestur)

111246876096775041

„Skjótt fer sólin og nær svo sem hún sé hrædd, og eigi mundi hún þá meir hvata göngunni að hún hræddist bana sinn.“
Þá er íslenskuprófið búið og tel ég mig hafa tekið það á massanum. Ef þið eruð í einhverjum alvarlegum bókmenntapælingum þá mæli ég eindregið með Snorra-Eddu en það er einhver sú magnaðasta bók er skrifuð hefir verið á móðurmáli voru og mér finnst að það ætti að gera kvikmynd eftir Gylfaginningu. Það gæti orðið erfitt að gera ragnarök en það hlýtur að vera hægt. Svo er það Die Teufels Sprache næst. Best að gera sig tilbúinn með sauerkrautið og allt tilheyrandi =/

Achtung!
Þetta er varðandi samkeppni sem er í gangi á þessu bloggi. Fyrir þá sem ekkert hafa af þessu heyrt fyrr en nú þá eru verðlaun í boði fyrir gest númer 1984 og hlýtur sá/sú heppi/na samnefnda bók í verðlaun. En það hefur nú gert vart við ákveðið svindl. Ónefndir aðilar hafa hreinlega reloadað síðunni aftur og aftur og þar með aukið gestafjöldann. Ég ætla að biðja alla þá sem í þessu hafa staðið að hætta því tafarlaust. Annars neyðist ég til að útiloka þá frá verðlaununum skyldu þeir verða sá heppni númer 1984 og ég vil ekki þurfa að standa í svoleiðis leiðindum.

Að öllu þessu frágengnu bið ég ykkur vel að lifa og lifa þá eins best og verður á kosið =)
Radiohead quote dagsins:
„Us on hard drugs? That would be horrible. We’d probably end up sounding like Bryan Adams.“ -Thom Yorke, söngvari og gítarleikari