111246879664246378

Ég vil færa mínar bestu þakkir til Tótu og Fífu. Tótu fyrir að vísa mér á svo frábærar Tamöruglósur, og Fífu fyrir að vísa mér á Egils-sögu og Snorra-Eddu glósur. Tóta, Fífa. Ég er ykkur skuldbundinn =)

Það virðist öllum finnast að þeim hafi gengið illa í Íslenskuprófinu í dag. Þetta gerir mig svolítið hræddan. Ef öllum gekk svona illa er ekki séns að mér hafi gengið neitt rosalega vel. Samt gat ég auðveldlega svarað öllu með löngum og góðum útskýringum og læti. Svo kem ég út úr prófstofunni og allir eru voða fúlir á svipinn. Svo kem ég heim, kíki á MSN og fleiri bekkjarfélagar mínir byrja að hræða mig þar með fullyrðingum um að þeir hafi fallið og þvíumlíkt. Það get ég alveg fullyrt að ef að flest af þessu fólki hefur fallið á þessu prófi, hef ég líka fallið. Það er bara ekkert flóknara en það.

Ich bin Islander und spreche nicht gut Deutch.

Íslendingum var aldrei ætlað að læra þetta helvítis súra hrognamál! Það virðist vera að með hverju árinu sem líður, og eftir því sem ég læri meira, þeim mun meira hata ég Þýsku. Jæja. Best að snúa aftur til Helvítis*.

(*Þýskulestur)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *