111246908341101847

Núna er ég að missa af „The Others“ í sjónvarpinu vegna þess að ég þarf að læra Latínu. Alltaf þegar mér býðst að sjá hana get ég það ekki og er það ástæða þess að ég hef ekki séð hana ennþá. Ég vil þakka Frikka og Frank fyrir að veita mér aðstoð sína í Latínu yfir síma. Það hjálpaði mjög mikið.

Annað í fréttum. Hversu heimskur er gaurinn sem rændi Sparisjóð Kópavogs í gærkvöldi? Hann gekk inn sallarólegur, án grímu og tók peninginn! Myndirnar sem náðust af honum hefðu þess vegna getað verið passamyndir!!

En nú fer ég aftur í Latínulandið.

111246898812686205

Dagur tvö af Latínulestri:
Ég er að missa vitið. Mig dreymdi í nótt að ég væri í matarboði hjá ömmu minni og að skyndilega hafi ég byrjað að tala hina fegurstu Latínu. Þetta var mikið gleðiefni að sjálfsögðu en síðan kom í ljós þegar fólk fór að spyrja mig hvað þetta þýddi allt saman, að ég var búinn að gleyma því hvernig tala á Íslenzku. Svo vaknaði ég í algerri geðsshræringu í morgun.

Ég man núna hvað minn Ítalski vinur heitir, en hann ber nafnið Simone. Þetta lítur út fyrir að vera kvenmannsnafn, en svo er ekki. Þetta er borið fram: Símóne. Alveg eins og það er lesið. Hann var nú með eitthvað karlmannlegra millinafn en ég hef gleymt því í ljósi fyrningar vináttu okkar (við kynntumst 1989!).

Cato:„Ceterum censeo Carthaginem esse delendam!“
Kolbeinn:„Tace! Verbis tuis matrem laesisti!“

Radiohead quote dagsins:
„We do have a bit of a reputation of being naughty slappers of the road who’ll go with anybody. The old whores that we are!“ -Colin Greenwood, bassaleikari.