111246898812686205

Dagur tvö af Latínulestri:
Ég er að missa vitið. Mig dreymdi í nótt að ég væri í matarboði hjá ömmu minni og að skyndilega hafi ég byrjað að tala hina fegurstu Latínu. Þetta var mikið gleðiefni að sjálfsögðu en síðan kom í ljós þegar fólk fór að spyrja mig hvað þetta þýddi allt saman, að ég var búinn að gleyma því hvernig tala á Íslenzku. Svo vaknaði ég í algerri geðsshræringu í morgun.

Ég man núna hvað minn Ítalski vinur heitir, en hann ber nafnið Simone. Þetta lítur út fyrir að vera kvenmannsnafn, en svo er ekki. Þetta er borið fram: Símóne. Alveg eins og það er lesið. Hann var nú með eitthvað karlmannlegra millinafn en ég hef gleymt því í ljósi fyrningar vináttu okkar (við kynntumst 1989!).

Cato:„Ceterum censeo Carthaginem esse delendam!“
Kolbeinn:„Tace! Verbis tuis matrem laesisti!“

Radiohead quote dagsins:
„We do have a bit of a reputation of being naughty slappers of the road who’ll go with anybody. The old whores that we are!“ -Colin Greenwood, bassaleikari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *