111533115385470307

Ég kveikti á sjónvarpinu áðan og sá að stöð tvö voru að sýna þá arfagóðu mynd Return of the Jedi. Skyndilega minntist ég þess að það eru þrír menn sem leika Svarthöfða: Einn sem er í búningnum, einn sem talar fyrir hann og annar sem leikur hann án grímunnar. Maðurinn sem lék hann fékk ekki að vita að þessu yrði hagað svona fyrr en myndirnar komu í bíó. Spáið í móral. Hann fær hvorki að tala né sjást! Hans verður ávallt minnst sem „gaurinn sem „lék“ Svarthöfða“. Sá maður heitir David Prowse og það fyndnasta af öllu er að hann á sér meira að segja nokkrar fansíður! Ótrúlegt að maður sem labbar um í búningi án þess að fá að tala eða sjást geti átt sér aðdáendur.

Magadanskeppni Íslands 2003

Þangað fór ég í gærvköldi til að sjá kærustu bróður míns keppa. Keppendur voru tólf og var Helga Braga kynnir. Þegar leið á keppnina uppgötvaði ég að ég þekkti tvo keppendur til viðbótar við þann fyrrnefnda, en það voru Kristína Berman, búninga- og leikmyndahönnuður Herranætur í ár og skólasystir mín til sextán ára. Fór keppnin svo að kvonfang bróður míns lenti í þriðja sæti en hinar tvær í engu. Þegar ég svo rakst á fyrrverandi skólasystur mína eftir keppni var hún heldur þurr á manninn. Svona voru samræður okkar:
Ég: „Hæ“
þögn
Ég: „Hva, manstu ekki eftir mér?“
Hún: „Ha, jú.“
Ég: „Þetta var alveg rosalega flott hjá þér.“
þögn
Ég: „Bæ.“

Fyrir utan móralinn í þessari ónafngreindu stelpu var þetta alveg hreint stórgóð skemmtun. Svo uppgötvaði ég einnig hversu hrottalega góður drykkur einfaldur Jack Daniels í kók með klaka er. Svo vil ég biðja Silju, Sigga og Alla afsökunar á því að hafa steingleymt því að hringja í þau. Ég hefði hvort sem er ekki haft neitt færi á því að koma í partíið því ég var án bíls og allt of þreyttur.