111533115385470307

Ég kveikti á sjónvarpinu áðan og sá að stöð tvö voru að sýna þá arfagóðu mynd Return of the Jedi. Skyndilega minntist ég þess að það eru þrír menn sem leika Svarthöfða: Einn sem er í búningnum, einn sem talar fyrir hann og annar sem leikur hann án grímunnar. Maðurinn sem lék hann fékk ekki að vita að þessu yrði hagað svona fyrr en myndirnar komu í bíó. Spáið í móral. Hann fær hvorki að tala né sjást! Hans verður ávallt minnst sem „gaurinn sem „lék“ Svarthöfða“. Sá maður heitir David Prowse og það fyndnasta af öllu er að hann á sér meira að segja nokkrar fansíður! Ótrúlegt að maður sem labbar um í búningi án þess að fá að tala eða sjást geti átt sér aðdáendur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *