Allahornið!

Þetta er allt saman svo hrottalega fyndið að ég bara varð hreinlega að birta þetta:

„Ég var að koma frá tannlækni, hann ákvað að rífa úr mér fullorðinsjaxlana úr efri góminum á mér. Núna finn ég ekki fyrir nefinu á mér, það er bókstaflega horfið. Ég get ekki talað og efri vörin á mér er á stærð við hús.
Svo á leiðinni frá tannlækninum fór ég í lúgusjoppu að versla mér sígó.

Afgreiðslustúlkan: „Get ég aðst…Vá! þú lítur út eins og Val Kilmer!!!“
Ég: „hehe, bwagusglæk sbisogi! :D“ (þýðing: var hjá tannsa, efri vör bólgin!“)

Mmm… matur… má ekki éta neitt í 2 tíma. :S
Ekki það að ég geti það, myndi líklega bara bíta stykki úr húsvörinni minni. :Þ

——————————————————————————–

. . . Ég beit stykki úr húsvörinni minni. :/

——————————————————————————–

URG!! Nú akkúrat þegar ég var á leiðinni í eitthvað svaka partý þá þarf tannsi að gera mér þetta… Skeði líka síðast, þá reif hann neðri jaxlana úr mér og gaf mér e-jar hestaverkjatöflur sem ég tók alltof mikið af, drakk bjór ofan í þær, varð ruglaður út fyrir endimörk alheimsinns og byrjaði með stelpu sem ég þekkti ekki neitt…
Hugsa að ég haldi mig bara heima fyrir í kveld. :S“


Þess má svona til gamans geta að þetta er tekið af óhappabloggi Alla.

Dagur að eftirmiðdegi í lífi mínu

Í dag fékk ég að fara snemma úr vinnu til að fara í banka. Eins og Siggi vinur minn hefur þegar komist að hjálpar bankinn þeim sem hjálpa sér sjálfir. Það mætti heimfæra upp á mitt sitsjúeisjon því enginn vill veita mér fjármálaaðstoð í sambandi við gjaldeyri fyrir Krítarförina. Þannig var það nú að ég gekk inn í hof hinna miklu fjárhæða og bað um yfirdráttarheimild upp á kr.45.000. Enginn með réttu ráði myndi lána mér slíka upphæð en annað kom þó á daginn. Þannig séð hefur bankinn náttúrulega engu að tapa því vanskilagjöld af yfirdráttarheimildum er ein af þeirra útsmognu tekjuleiðum. Ég mun eflaust afla þeim svimandi hárra fjárhæða í vetur.
Svo var það nú þannig að ég fékk vegabréf mitt í dag. Alveg skínandi falleg skilríki með alveg skuggalega vondri mynd. Ég legg þó ekki mikið upp úr passamyndum eins og vinnufélagar mínir hafa eflaust tekið eftir á starfsmannaskírteininu mínu. Slíkt væri hégómi. Rétt eins og það er hégómi að vilja vera sólbrúnn til þess eins að láta kvenfólk rína á skrokk sinn.

Talandi um hégómleik. Er við vinnufélagarnir gerðum okkur greiða leið út á Kjalarnes til að slá gras við ónefnt geðveikrahæli urðum við vitni að bíl með númeraplötu sem á stóð: Deus. Það þarf ekki að vera fróður til að fá botn í merkinguna og því hallast ég að því að mannvera þessi hafi annað hvort verið eitthvað það mesta hégómleiksuppfulla fífl er uppi hefir verið eða drottinn vor almáttugur sjálfur. Hallast ég þó frekar að tilgátunni hinni fyrri.