„Ég var að koma frá tannlækni, hann ákvað að rífa úr mér fullorðinsjaxlana úr efri góminum á mér. Núna finn ég ekki fyrir nefinu á mér, það er bókstaflega horfið. Ég get ekki talað og efri vörin á mér er á stærð við hús.
Svo á leiðinni frá tannlækninum fór ég í lúgusjoppu að versla mér sígó.
Afgreiðslustúlkan: „Get ég aðst…Vá! þú lítur út eins og Val Kilmer!!!“
Ég: „hehe, bwagusglæk sbisogi! :D“ (þýðing: var hjá tannsa, efri vör bólgin!“)
Mmm… matur… má ekki éta neitt í 2 tíma. :S
Ekki það að ég geti það, myndi líklega bara bíta stykki úr húsvörinni minni. :Þ
——————————————————————————–
. . . Ég beit stykki úr húsvörinni minni. :/
——————————————————————————–
URG!! Nú akkúrat þegar ég var á leiðinni í eitthvað svaka partý þá þarf tannsi að gera mér þetta… Skeði líka síðast, þá reif hann neðri jaxlana úr mér og gaf mér e-jar hestaverkjatöflur sem ég tók alltof mikið af, drakk bjór ofan í þær, varð ruglaður út fyrir endimörk alheimsinns og byrjaði með stelpu sem ég þekkti ekki neitt…
Hugsa að ég haldi mig bara heima fyrir í kveld. :S“
Þess má svona til gamans geta að þetta er tekið af óhappabloggi Alla.