Ekki man ég eftir öðrum eins degi. Alltént ekki neitt svakalega mörgum. Það var með ólíkindum hve mikið rigndi og er ekki örgrannt um hugrenningar undirritaðs að hér hafi Satan verið að skvetta úr skinnsokki sínum. Undir eins og útidyrahurðinni hjá mér hafði verið upp lukið rann fyrir augum mér fögur hugsjón. Sturta, sígó og einn kaldur. Það hafði verið ætlan mín frá því fyrstu regndroparnir tóku að falla. Eftir sjóðheita sturtuna sit ég hér léttklæddur með sígó og einn kaldan og tilfinningin er æðisleg. Mér líður eins og nýorpnu eggi. Vissulega er hlýtt undir móðurvængnum.