Daily Archives: 24. júlí, 2003

Fylgst með sveinka 0

Það er eitthvað að þessu fólki. Þetta er ekkert grín. Þeir hafa verið að fylgjast með ferðum jólasveinsins hver einustu jól síðan 1958 og þeir þykjast hafa séð hann á radar! Skoðið síðan hvurslags tækjabúnað þeir nota til starfsins. Þetta kostar morð fjár. Djöfull fer svona í taugarnar á mér. Tilgangslaus peningasóun til handa krökkum […]

Fréttablaðið í dag 0

Titill forsíðugreinar Fréttablaðsins er svohljóðandi: „Leiðtogar fagna falli böðlanna“. Það geri ég líka en er þetta ekki full gróft hjá blaði sem skilgreinir sig hlutlaust? Svo er lítill greinarstubbur á bls.4 sem segir að fátt sé eftir af eftirlýstum írökum. Væntanlega þar sem Uday, Quisay og Saddam voru einu virkilega eftirsóttu írakarnir á meðan hinir […]

Alveg hreint ótrúlegt 0

Ég gleymdi að greina frá svolítið merkilegu atviki sem henti vinnufélaga minn hann Odd í gær. Er ég og Oddur stóðum starfandi í eigin heimi eins og algerir vinnuþjarkar (ahem) hringdi síminn hans skyndilega. Í símanum var maður sem kvaðst vinna hjá Norðurljósum og að Oddur hefði fundist sekur um að gefa upp símanúmerið sitt […]

Lag dagsins 0

Ég mæli fastlega með því að allir áhugamenn um einhverja þá fegurstu tónlist sem til er kanni Recuerdos de la Alhambra með Andre Segovia.