Daily Archives: 20. ágúst, 2003

Bifreiðir 0

Móðir mín fjárfesti í glænýjum bíl meðan ég var erlendis. Sem afleiðing hef ég verið nokkuð spenntur að fá að prufukeyra hann. Þrisvar sinnum hefi ég nú spurt móður mína leyfis og öll skiptin í dag. Fyrst bað ég um hann til að ég gæti hitt Silju. Fékk ég neitun. Svo bað ég um hann […]

Lágmenning II 0

Ég sá Hreim úr Landi og sonum troða upp í sig heilli rúllu af klósettpappír í sjónvarpinu áðan. Nei, í alvöru talað.

Lágmenning 0

Bloggari gekk úr 10-11 fyrir skömmu þar eð hópur af (væntanlega kvenkyns) gelgjum rúntaði framhjá á hlaupahjólum sínum. Yfirheyrðist bloggara smá bútur af samtali þeirra: Gelgja1: „Þúst, ég var að koma úr afmæli. Skítt með kringluferðina! (í mjög kaldhæðnislegum rómi) Gelgjur 2 & 3 flissa. Gelgja2: „As if!“ Meira fliss fylgdi í kjölfarið. Þykir þessum […]

Vinna & Menntun 0

Þessi vinnudagur var ekki lengi að líða. Á morgun mun vinna mín svo endanlega hafa runnið sitt skeið, en þá hætti ég. Daginn eftir það verður svo haldið inn í Mordor og mun ég þar setjast að námi við Menntaskóla Saurons. Munu örlög mín þar endanlega greypt verða á hring einn, sem færður verður sjálfum […]