Vinna & Menntun

Þessi vinnudagur var ekki lengi að líða. Á morgun mun vinna mín svo endanlega hafa runnið sitt skeið, en þá hætti ég. Daginn eftir það verður svo haldið inn í Mordor og mun ég þar setjast að námi við Menntaskóla Saurons. Munu örlög mín þar endanlega greypt verða á hring einn, sem færður verður sjálfum myrkrahöfðingjanum, til að ráða örlögum manna og álfa að eilífu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *