Gamalt fólk er líka hresst

Ég man alltaf eftir því þegar ég var í einni af mínum fjölmörgu sígópásum meðan ég vann í ríkinu og aldraður kvenkyns vinnufélagi minn kom að mér. „Reykirðu?“, spurði hún. „Já, svo er víst“, svaraði ég, en þá sló hún mig létt í öxlina og sagði: „Prakkarinn þinn!“. Ég held þó að mér hafi sjaldan verið jafn brugðið og þegar ég sá mann um áttrætt skamma einhverja krakka fyrir að „dissa“ einhvern annan krakka. Ég hélt ég myndi aldrei geta hætt að hlæja. Svo er víst kennari í Verzló sem talar um að eipa. Sá maður ku vera á eftirlaunaaldri. Hver segir svo sem að við unga fólkið höfum einkarétt á frösunum?