Daily Archives: 1. september, 2003

Viðbót III 0

Og sé einhver efins um það segir það meira um óra viðkomandi en sannleiksgildi orða minna.

Viðbót II 0

Þess má einnig geta að ég er ekki að deila neinni djúptækri lífsreynslu hér. Aðeins staðreyndum.

Viðbót við síðustu færslu 0

Það skal þó enginn efast um að ég er náttúruverndarsinni. Reyndar er ég mjög íhaldssamur í flestu og tek trauður á móti breytingum, sem er vissulega slæmt á fleiri vegu en það er gott. Hvalirnir þurfa þó að sitja á hakanum. Eða á gafflinum.

Málfarsmoli dagsins 0

Það hefur löngum farið í mig þegar fólk talar um að einhver hafi standpínu. Standpína er sjúkdómur þar eð sjúklingurinn getur eigi afrétt sinn reð nema fyrir það ráð að sprauta hann niður með einhvers konar lyfi. Réttara er að segja að einhverjum standi, sbr. honum stóð eða mér stendur.

Mánudagur 0

Týpískt að nýr mánuður hefjist á mánudegi. Þetta er ills viti. Líklegast mun ég læsa mig inni í myrkri kompu, þar sem ég mun sitja kjökrandi og nötrandi af ótta, þar til mánuðurinn er yfirstaðinn.

Undarlegheit 0

Fyrr í dag glápti ég á VH1’s top 100 albums ever. Gaman þótti mér að sjá OK Computer í 11. sæti, þó svo að mér þætti hún verðskulda meira, en það sem mesta furðu vakti hjá mér var það að The Bends lá í 6. sæti. Af þessum tveimur Radiohead plötum hefur OK Computer alltaf […]

111705697346484026 0

Svo virðist vera að Árni frændi minn sé farinn að skrifa pistla á Múrinn, en hann var einmitt borgarstjóraefni Vinstri Grænna þegar afsögn ISG var í brennidepli.