Undarlegheit

Fyrr í dag glápti ég á VH1’s top 100 albums ever. Gaman þótti mér að sjá OK Computer í 11. sæti, þó svo að mér þætti hún verðskulda meira, en það sem mesta furðu vakti hjá mér var það að The Bends lá í 6. sæti. Af þessum tveimur Radiohead plötum hefur OK Computer alltaf þótt betri, að ekki sé minnst á plötugagnrýni, öll eintökin af OKC sem hafa selst umfram The Bends og öll verðlaunin. Ekki efa ég það þó að Thom Yorke yrði skemmt ef hann sæi þetta. Hann hefur löngum haft húmor fyrir tvíræðni fjölmiðlanna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *