Daily Archives: 29. september, 2003

New Orleans 0

Óhemjandi er löngun mín í að heimsækja þá háborg blúsmenningarinnar. Þangað langar mig að fara. Þegar ég loks mun komast þangað mun bourbon, bjór, sígarettur og slide-gítarspil eiga sálu mína alla. Þetta er staðurinn til að vera á.

Félag áhugamanna um kraftreykingar 0

Að sjálfsögðu væri það rangt af mér að nota þessa síðu í áróðursskyni… En hverjum er ekki sama? Þetta er almennileg síða.

Bloggafmæli 0

Í dag á ég svo hálfs árs bloggafmæli. Í tilefni af því ætla ég að kaupa mér bland í poka.

111713252186133021 0

Tvö mismunandi karlmannsnöfn: Ingi Mar og Ingimar. Svo er alltaf sá möguleiki að einhver heiti Ingi Mar Ingimarsson.