Daily Archives: 7. maí, 2004

Viðbót við síðustu færslu 0

Það skal þó enginn efast um að ég er náttúruverndarsinni. Reyndar er ég mjög íhaldssamur í flestu og tek trauður á móti breytingum, sem er vissulega slæmt á fleiri vegu en það er gott. Hvalirnir þurfa þó að sitja á hakanum. Eða á gafflinum.

111713423856977284 0

Í dag barst mér bréf í pósti frá Þýskalandi. Vitanlega ályktaði ég að það væri frá einhverjum málfræðingnum, leitandi ásjár minnar og ótakmarkaðrar speki á sviði málvísinda (vitanlega!). Vongóður reif ég umslagið í tætlur en varð vonsvikinn með innihaldið – vægast sagt. Í raun var þetta bréf frá einhverri (karlkyns) grænfriðungabifurkerlingu sem óskaði eftir stuðningi […]

111713420285324328 0

Ég heyrði í útvarpinu áðan að þulurinn sagði einhverri listastefnu svipa mjög til impressjónisma að nokkru leyti. Hér þarf að vara sig. Annað hvort svipar það til impressjónisma eða ekki.

111713417433733810 0

Það er sem ég hélt. Ég kemst ekkert áfram. Ég les eina setningu og sit svo og stari út í loftið í svona kortér. Svo les ég næstu setningu og svo koll af kolli.

111713414550119784 0

Reikningar, reikningar og aftur reikningar. Ég held ég sleppi því þó að borga símreikninginn. Hef hvort eð er ekkert að gera með slíkt gargan. Nú verður restinni af deginum varið í lestur mannkynssögu, mitt annað uppáhaldsfag (á eftir íslensku að sjálfsögðu!). Ég hef raunar lesið þetta allt saman áður og vona ég að sú staðreynd […]

111713411176849061 0

Í tilefni af því að ég eisaði íslenskuprófið í morgun samdi ég þessa ferskeytlu: Íslenzk tunga er vort mál Íslenzk tunga er vort mál at því skalat hæðast, í tungu vorri teygjir sál ótrautt líf sitt mærast. Einnig ætla ég að lýsa sjálfum mér að hætti hinna íslensku sagnaritara, er fornsögur vorar reitu: Hann var […]