Daily Archives: 21. maí, 2004

XML 0

Ég fékk mér eitthvað svona XML dótarí fyrir bloggið mitt en ég hef ekki hugmynd um hvað það gerir. Þetta átti að vera eitthvað í sambandi við RSS-fíd en í stað þess að fá RSS fékk ég ljótari útgáfu af blogginu mínu. Svo kalla þeir þetta „user friendly“. Bah!

Grillað í rigningunni 0

Já, ég er klikkaður.

Illionskviða III 0

Varúð! Þið sem hvorki hafið séð myndina né lesið söguna ættuð ekki að lesa þessa færslu. Í stað þess að tala um það sem vel fór í myndinni ætla ég að tala um alla vitleysuna sem hefði auðveldlega mátt forðast. Mér er það vel skiljanlegt að til að gera myndir á borð við t.d. Hringadróttinssögu […]

Illionskviða II 0

Eftir að hafa horft á kviðuna í bíó líður mér eins og mér séu ætluð þau örlög að deyja í bardaga. Þannig líður mér raunar alltaf þegar ég horfi á hálfnakta karlmenn skylmast.