108924449954792857

Ég man alltaf eftir þeirri setningu Orms Óðinssonar, úr Gauragangi, þegar hann heldur því fram við bróður sinn að eina ástæðan fyrir iðkun hans (og félaga hans) á handbolta væri sú að þá gætu þeir káfað á typpum hvers annars í sturtunni. Lengi vel var ég algjörlega sammála þessu, eða þar til ég eignaðist of marga íþróttasinnaða vini til að geta haldið fram slíkum rógi.

Verona

Breyting hefur orðið á ferðaáætlunum sumarsins. Eigi verður farið til Rómar, heldur Verona, og þaðan á æskuslóðir mína í Piacenza. Ekki græt ég það.

Í samhengi við eigin orð …

Uppfært
Ég ætla að rifja upp ítölskuna svo ég geti sagt grundvallarhluti á borð við:
* Hvar fæ ég pasta?
* Gefðu mér pasta, minn kæri/mín kæra.
* Hvað hef ég gert til að eiga slíka vanvirðingu skilið?
* Cató eldri var maður með vit í kollinum, þó karþagómenn séu e.t.v. ósammála.
* Góðan daginn herramenn/hefðarfrúr, en hvar get ég nálgast áfengi?
* Bölvaður óaldarseggur, þessi Spartakus.
* Finnst þér Maríóbræður gefa rétta mynd af ítölskum pípulagningarmönnum?