109078697218138648

Gaman þykir mér að sjá hvað athugasemdakerfið dafnar á síðum þessum. Það er bókstaflega að springa af iðni manna sem eitthvað hafa til málanna að leggja. Annað hvort það eða skrif mín eru ekki athugasemdanna virði. Skýt á seinni kostinn.

Bibbi hnýtir í vinstrimenn og alhæfingar þeirra með sinni eigin alhæfingu. Hann um það, en sjálfur minnist ég þess þó ekki að hafa hitt neinn sem heldur alla bandaríkjamenn vera feita og heimska, þó staðalmyndin tali auðvitað sínu máli.

Fyndnasta fréttin í dag mun vera þessi. Ætli dómarinn hafi náð að fresta leiknum áður hann rann af hólmi?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *