Undarlegir hlutir eru á sveimi í andrúmsloftinu – meira um það eftir geðrannsóknina mína.
Á morgun verður heimasíðan www.freebobby.org formlega opnuð, en þar verður að finna undirskriftalista sem afhentur verður yfirvöldum í Japan, í þeirri von um að þeir sleppi Bobby lausum svo hann megi fá pólitískt hæli á Íslandi. Vitaskuld mæli ég með því að þið skrifið undir því, með orðum Hrafns Jökulssonar, það er náttúrlega fáránlegt að eiga að læsa mann inni í fangelsi í tíu ár fyrir að hafa teflt í landi sem er ekki lengur til.
Eitt að lokum. Heita allar bandarískar IP-tölur borg.state.gov. eða er verið að fylgjast með mér?