109108890435995664

Það má furðu sæta að ég hafi vaknað í morgun. Það má raunar einnig furðu sæta hvað íslenskir glæpamenn eru jafnan fljótir að játa á sig verknaðinn, jafnvel þegar engar haldbærar sannanir liggja fyrir.

Á meðan raunverulegir glæpamenn bíða dóms og laga, eru erlend stjórnvöld iðin við að hrella saklausa menn sem helst þarfnast geðhjálpar fremur en fangelsisvistar.

Þeir sem eiga eftir að skrifa undir plagg þetta skulu gera það.

Íslendingurinn er hættur í Tý meðan heimurinn stendur á öndinni; aldrei áður hefur einn maður sést glutra frama sínum niður á svo skömmum tíma. Ekki má þó áfellast Ottó, enda langtum meira starfsöryggi að finna í Mývatnssveitinni. Ekki greinir Mogginn frá því hvernig Ottó hyggst framfleyta konu sinni og soltnum börnum, en áreiðanlega finnur hann leið, meðan við – hinir dauðlegu – fylgjumst spennt með heima úr stofu …

Endilega skoðið þetta. Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef á ævi minni séð, þægilega fyrir komið á minni eigin síðu, ykkur til hæginda.

Fleira hef ég ekki að segja að sinni. Kannski fylgja fleiri færslur áður en ég fer, en það læt ég liggja á milli hluta hvort úr verði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *