Daily Archives: 6. ágúst, 2004

109182681739814071 0

Það var ekki fyrir mörgum vikum að ég sá ævisögu Margaret Thatcher, ævistarf Ronald Reagan, Afmælisrit Davíðs Oddssonar og stjórnmálasögu Hitlers, hlið við hlið í bókaskáp. Þótti mér það afar fyndið. Þið skulið þó ekki halda að ég líki þeim hér saman á nokkurn hátt. Fullyrði þó ekkert um meiningar eigandans.

109182274245761244 0

Einn vinnufélaga minna, hvern ég nafngreini ekki, kom mér á óvart í byrjun sumars. Samræður okkar hófust svo, sem fyrir neðan er ritað: Kauði: „Veistu hvern ég þoli ekki?“ Ég: „Nei, hvers vegna ætti ég að vita það?“ Kauði: „Ég veit það ekki, en veistu hvern ég þoli EKKI?“ Ég: „Nei.“ Kauði: „Atla Frey Steinþórsson.“ […]

109181282886379993 0

Í gær sá ég mjög fyndna ruslatunnu. Á henni stóð: Eingöngu fyrir atvinnusorp. Þessi tunna er fyrir Völu Matt, hugsaði ég. En að öllu gamni slepptu er ég hálf móðgaður yfir þessu öllu saman, þessari mismunun á sorpi, á ég við. Að aðeins menntuðu sorpi sé veittur aðgangur að tunnu þessari er náttúrlega fyrir neðan […]